top of page
Runa Rut NH1.jpg

Rúna Rut

Ég tel mig vera ósköp venjulega kona sem að slysaðist inn í þetta sport en mín minning af hlaupum var "þetta er ekki skemmtilegt". Ég hef aldrei verið neitt sérlega góð í íþróttum en heldur ekki léleg. Það er ekkert afreks gen í mér en ég hef alltaf viljað hreyfa mig og lagt metnað í hafa hana reglulega enda fann ég fljótt sem krakki að mér leið alltaf vel eftir hreyfingu. Lok síðustu aldar ákvað ég að læra einkaþjálfun til þess að koma mér í betra form. Áður en ég vissi af var ég farin að starfa sem einkaþjálfari í aukastarfi. Eftir að hafa rifið í járn og hamast á hlaupabrettinu í nokkur ár fikraði ég mig yfir í útihlaupin sem að hafa heldur betur þróast.

 

Það má segja að upphafið hafi verið árið 2000 þá hljóp ég mitt fyrsta 10km hlaup, í Jónsmessu hlaupinu, þá ræst frá pylsuvagninum í Laugardalnum, mínu gömlu heimaslóðum. Keppnisskapið kom vissulega í ljós þótt ég segi nú stundum það sé ekki til staðar þar sem ég tel mig frekar vera í keppni við að mínum markmiðumn umfram að keppa við aðra. Ég setti mér það markmið að bæta tímann ári síðar 2001. Upplifunin var heldur betur ekki góð og ég lét keppnishlaupin eiga sig þar til árið 2005 þá ákvað ég að skrá mig í hálfmaraþon í Boston.

 

Ég hef stundað hlaup markviss frá þeim tíma og hef leyft þessu að þróast. Ég hef ekki verið að elta aðra, heldur ávallt finn ég hvað mig langar til þess að gera, enda mín skoðun að það verður að hafa ástríðuna með í för ef maður ætlar sér að gera hlaupin að lífsstíl.

 

Ég fann fljótt að mér fannst gaman að fara lengra og kanna hvað ég gæti. Það er eitthvað svo spennandi að kanna hvað maður getur en hlaupin hafa gefið mér mjög mikið og mín upplifun er að þau snúast alls ekki bara um hlaup eða einhverja eina keppni. Þetta er lífsstíll sem að svo smitar út í allt annað í lífinu. Gefur aukið sjálfstraust, þjálfar okkur í marakmiðasetningu, þrautseigju og að láta drauma sína rætast. Ég hef ferðast á staði sem ég hefði annars líklega ekki farið á sem er líka stór hluti af upplifuninni en það er fátt skemmtilegra en að ferðast hlaupandi. Svo má ekki gleyma öllu því frábæra fólki sem maður hefur kynnst í tengslum við sportið.

Til viðbótar við mína áratuga reynslu þá hef ég öðlast hlaupaþjálfara réttindi frá FRÍ ásamt því að vera Certified UESCA Ultrarunning coach sem er tekið saman af þjálfaranum Jason Koop og UESCA.

Nánari upplýsingar: https://coachendurancesports.com/certifications/ultrarunning-coach-certification/

Fyrir áhugasama er listi hér að neðan yfir helstu ofur hlaup og viðburði sem ég hef sjálf tekið þátt í.

Esja maraþon 2016.JPG

Afrekaskrá

Rúna Rut Ragnarsdóttir

Þessi listi er ekki tæmandi enda bak við hverja einustu keppni mikið af löngum æfinga hlaupum sem að eru vissulega afrek útaf fyrir sig allt frá 5km upp í 50km+. Þessi listi tekur á keppnishlaupum, sem ég hef tekið þátt í sem innifela hálfmaraþon eða lengra ásamt löngum hjólreiðakeppnum og Járnkörlum hálfum og heilum. 

Það er gaman að sjá hvernig þetta byrjar nú heldur saklaust fyrstu árin enda þarf líkaminn tíma til að aðlagast auknu álagi sem maður byggir svo jafnt og þétt ofaná og getur leyft sér svo með aukinni reynslu að taka þátt í fleiri löngum keppnum á hverju ári. Allar þessar keppnir hafa sinn sjarma og markmiðin vissulega ólík. Allt frá því að vilja toppa sig í að njóta og geta. Ég set mér alltaf markmið fyrirfram. Ég hef alls ekki alltaf náð mínum markmiðum, en ég er hvergi hætt og hef mikla ástríðu sem tengist þessu íþróttastússi sem ég kalla iðulega verkefni. Árið 2019 skráði ég mig í minn fyrsta járnkarl sem svo sannarlega var krefjandi verkefni en vegferðin að þeim draumi hófst árið 2009.

Hlaupin eru því alls ekki að snúast eingöngu um hlaup, nú hef ég bætt við sundi og hjóli samhliða styrktarþjálfun og held ég áfram að leyfa mér að dreyma um hin ýmsu verkefni sem að ég ætla að afreka meðan ég get. 

2024: A

2024: Antelope Canyon (mars) - 50 mílur, Bakgarður 101 (maí) - 114km eða 17 yards. 

2023: Vormaraþon Félags Maraþonhlaupara (apríl), Laugavegshlaupið (júlí), Ironman Barcelona (október).2023:

2022: Parísar maraþonið (apríl), Bakgarður 101 (apríl) - 134km eða 20 bakgarðshringir sem að skilaði mér sæti í Landsliðskeppni í Bakgarðshlaupi sem fór fram 15.október 2022. Reykjavíkur maraþon (ágúst), Hálfur Ironman Cervia (september) og stóra markmiðið sem varð að veruleika 100 mílur eða 24 yards í Back Yard Ultra Team Iceland (október).

2021: Hengill Ultra 100 mílur (júní) - course closed finished 136km, Ironman Barcelona (október).

2020: Hengill Ultra 50km (júní), Mitt eigið sóló vormaraþon hálft (apríl), KIA Gull 106 km hjólreiðakeppni (júlí), Hálfur Járnkarl Laugarvatni (júlí). Mitt eigið sóló Reykjavíkur hálfmaraþon (ágúst), Eldslóðin (september), Mitt eigið sóló haustmaraþon hálft (október)

2019: Hong Kong 100km (janúar), Vormaraþon hálft (apríl), Elba Trail (maí), Hvítasunnuhlaup Hauka 22km (júní), Laugavegshlaupið (júlí), Philadelphia maraþon (nóvember)

2018: Southampton hálfmaraþon (apríl), Elba Trail (maí), Eco trail (júlí), Tvöföld Vesturgata (júlí), Reykjavíkur hálfmaraþon (ágúst), Berlínar maraþonið (16.september)

2017: Hong Kong 100km (janúar), Kópavogs hálft maraþon (maí), Hvítasunnuhlaup Hauka 22km (júní), Reykjavíkur hálfmaraþon (ágúst), Hengill Ultra 24km (september), Chicago maraþonið (október)

2016: Esja maraþonið (júní), Laugavegshlaupið (júlí), Reykjavíkur maraþonið (ágúst)

2015: Hamburg maraþonið (apríl), Reykjavíkur hálfmaraþon (ágúst)

2014: Vormaraþonið (apríl), Miðnætur hálfmaraþon Reykjavík (júní), Hengill 50 mílur (júlí)

2013: Kaupmannahafnar hálfmaraþon (apríl), Kaupmannahafnar maraþonið (maí), Reykjavíkur maraþonið (ágúst), Kaupmannahafnar hálfmaraþon (september)

2012: Hyannis hálfmaraþon (febrúar), Boston maraþonið (apríl), Laugavegshlaupið (júlí), Kaupmannahafnar hálfmaraþonið (september), Frankfurt maraþonið DNF (október)

2011: Boston Run To Remember hálft (maí), Providence maraþonið (maí), Reykjavíkur maraþonið (ágúst), Boston hálfmaraþonið (október)

2010: Vormaraþonið hálft (apríl), Kaupmannahafnar maraþonið (maí), Laugavegshlaupið (júlí), Boston hálfmaraþonið (október)

2009: Reykjavíkur maraþonið (ágúst)

2008: Ófrísk fram í september, 10km Gamlárshlaup

2007: Reykjavíkur hálfmaraþon (ágúst)

2006: Reykjavíkur maraþonið (ágúst)

2005: Boston hálfmaraþon (október)

bottom of page