top of page

Fjarþjálfun

Hentar öllum getustigum 

Runa Rut NH2.jpg

Þjálfarinn

Dream, plan, execute, repeat

Ég heiti Rúna Rut Ragnarsdóttir og hef stundað hlaup frá síðustu öld og þjálfað hundruði Íslendinga í að ná sínum markmiðum hvort sem er að koma sér af stað í að hlaupa eða klára ofurmaraþon. Hef mikla reynslu af maraþon hlaupum og ofur hlaupum. Mitt markmið er að hlaupa 70 maraþon eða lengra fyrir 70 ára. Hvað er þitt markmið?

Aðeins meira um mig:

Ég tel mig vera ósköp venjulega konu sem að slysaðist inn í hlaupaheiminn sem að hafa heldur betur þróast. Það má segja að upphafið hafi verið árið 2000 þá hljóp ég mitt fyrsta 10km hlaup, í Jónsmessu hlaupinu, þá ræst frá pylsuvagninum í Laugardalnum, mínum gömlu heimaslóðum. Fékk löngun til að bæta tímann minn sem ég gerði ári síðar. Svo kom nokkra ára hlé en ég hljóp eitthvað á bretti ásamt því að lyfta lóðum. Það var svo ekki fyrr en haustið 2005 sem ég tók þátt í mínu fyrsta hálfmaraþoni í Boston. Það má segja að ég hafi smitast af þessari hlaupa bakteríu og ekki náð henni úr mér síðan. 

Ég fann fljótt að mér fannst gaman að fara lengra og kanna hvað ég gæti. Kanna mín takmörk, styrkleika og veikleika. Það er eitthvað svo spennandi að kanna hvað maður getur en hlaupin hafa gefið mér mjög mikið og mín upplifun er að þau snúast alls ekki bara um hlaup eða einhverja eina keppni. Þetta er lífsstíll sem að svo smitar út í allt annað í lífinu. Gefur aukið sjálfstraust, þjálfar okkur í marakmiðasetningu, þrautseigju og að láta draumana rætast. Ég hef ferðast víða í tengslum við hlaup, þríþraut og nú það nýjasta Swimrun. Á staði sem ég hefði annars líklega ekki farið á, sem er líka stór hluti af upplifuninni en það er fátt skemmtilegra en að ferðast hlaupandi og kynnast landi og þjóð, má segja þetta sé ein tegund af ferðamennsku. Svo má ekki gleyma öllu því frábæra fólki sem maður hefur kynnst í tengslum við sportið.

Til viðbótar við mína áratuga reynslu þá lærði ég einkaþjálfun í gamla daga, hef einnig hlaupaþjálfara réttindi frá FRÍ ásamt því að vera Certified UESCA Ultrarunning coach sem er tekið saman af þjálfaranum Jason Koop og UESCA.

Ég hef reynslu af því að þjálfa fólk af ólíkum getustigum með markmið allt frá því að stíga sín fyrstu skref í að hlaupa upp í að hlaupa ofur (ultra) hlaup allt að 200km hvort sem á götu, fjalla, utanvega eða Bakgarðshlaup. 

Sjálf hef ég tekið þátt nokkrum sinnum í Bakgarðshlaupi. Var ein af 15 valin í fyrsta Landsliðið í Bakgarðshlaupum árið 2022. Sit einnig í stjórn Félag 100km hlaupara á Íslandi og hef komið að því að hjálpa fullt af hlaupurum að klára sitt fyrsta 100km, 100 mílna hlaup.

Láttu drauma þína rætast

Ævintýrin

bottom of page